Þau fóru öll eftir eina viku og ég varð eftir hjá fjölskyldu minni, sem var bara fínt, þó svo ég hafi saknað konu minnar. Sérstaklega fannst mér vænt um að hafa geta farið í Skaftafell með Kobba Hiildi og mömmu í tveggja daga túr. Veðrið leit reyndar ekki vel út til að byrja með, en það rættist aldeilis úr því. Ferðin var fín og við fórum í göngutúra inn í Morsárdal og upp á Kristínartinda. Það var gott að vera með þeim, enda sakna ég þeirra allra. Það eru myndir af ferðinni á flickr myndasíðunni minni og fleiri væntanlegar þangað.
Síðan ég kom aftur til NY hefur mig langað til að fá mér almennilegt hjól og ég dreif mig loksins í dag og fékk mér helvíti fínt hjól á 5th Avenue hérna í Park Slope. Við hjónin ætlum í hjólreiðatúr í fyrramálið yfir George Washington brúna og í gegnum Palisades garðinn í New Jersey. Ég er soldið spenntur yfir því að prófa hjólið. Ég tek myndavélina með mér og mun skella einhverjum inn á flickr, nema þær verði allar hræðilegar.
No comments:
Post a Comment