
Þetta var semsagt yndislegur túr. Náttúrufegurðin var stórfengleg og þá eru trén lang minnisstæðust. Það voru ekki bara sequoia trén (sem eru stærstu tré í heimi) heldur voru skógarnir fullir af risastórum fallegum trjám. Ég sá ekki mikið af merkilegum fuglum, sá enga brini en rakst þó á sæmilega stóran skröltorm sem hristi á sér skottið þannig að maður heyrði til. Við byrjuðum ferðina á frekar auðveldum göngutúr upp Paradise Valley og við gengum upp hálfan dalinn á fyrsta deginum. Annar dagurinn var trúlega sá erfiðasti, en þá gengum við áfram í helvíti miklum hita og ég fann alveg hvernig sólin dró úr manni styrkinn, enda vorum við sífellt að ganga upp í mótið og trjám fór að fækka og því vorum við meira og meira undir berum himni. Við náðum þessu þó á endanum en við gengum ekki nema hálfan daginn, enda er ekkert vit að labba þarna um miðjan daginn. Venjulega vöknuðum við kl. 6 og gengum svo til 1-2. Eftir það hvíldum við okkur í skugganum og skðuðum svæðið. Förinni var heitið til Rae Lakes, sem eru fjöll í ca. 3000 m hæð yfir sjáfarmáli, en við hófum gönguna í 1400 m. Við gistum við Rae vötn í tvær nætur áður en við héldum áfram upp í 3600 m. hæð og svo heim.
Þegar við vorum svo búin með göngutúrinn ákváðum við að kíkja á Sequoia garðinn og sjá stærstu trén í heimi. Við höfðum reyndar séð fullt af sequia trjám á leiðinni sem voru alveg hreint ferlega stór, en samt ekkert í samanburði við það sem beið okkar. Þessi tré voru alveg hreint mögnuð. Þangað á maður að fara með börn. Mikið hefði maður haft gaman af því að hafa komið þangað þegar maður var svona 8-12 ára.
1 comment:
hallo hallo eg er ut a portugal i utskriftarfer, voda gaman og thad fer bara ad styttast i ad eg komi til ykkar
Post a Comment