
Áður en ég fór í bíóið leit ég inn í litla búð í Chelsea og rakst þar á geisladisk sem mér leist nokkuð vel á, en hann innihledur leiðsögn um DUMBO (Down Under the Manhattan Bridge Overpass) hverfið í Brooklyn. Ég er ekki búinn að hlusta á hann ennþá, en þetta virkar þannig að maður byrjar á ákveðnum stað í hverfinu, spilar diskinn með ferðaspilara og fylgir svo litlu korti um hverfið og hlustar svo á á leiðsögumanninn sem segir manni frá hverfinu. Ég hélt að þetta væri mín hugmynd. Hafði meira að segja minnst á þetta við vinkonu hennar Kötu sem þekkir ansi vel til East Village hverfisins. Hugmyndin er sem sagt að gera það sama og gert er í mörgum söfnum þegar fólk fær kassettutæki, nema með því að nota nýjustu tækni og selja fólki leiðsögnina á mp3 formi. Það ætti einvher að gera þetta með 101 Reykjavík - leiða fólk í gegnum Grjótaþorpið, Þingholtin, Hverfisgötuna og segja sögur af frá borginni. Gæti orðið æðislegt ef þetta er vel gert. Skrifa meira um þetta þegar ég er búinn með DUMBO túrinn.
No comments:
Post a Comment