11.1.07
Það var þá veðrið
Það er kannski komin skýring á lyktinni frá því fyrr í vikunni. Ég virðist hafa verið kominn á rétta braut, en ég þykist ekki vita þetta allt saman. Svarið gæti verið að heitt loft hafi setið ofan á köldu lofti sem hafi setið fast við jörðina þannig að mengun og skítafýla borgarinnar sat föst í einhvern tíma. Það var þá lyktin - mengun New York borgar, sem yfirleitt nær að stíga til himins, en ekki á mánudaginn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment