11.1.07
Það var þá veðrið
Það er kannski komin skýring á lyktinni frá því fyrr í vikunni. Ég virðist hafa verið kominn á rétta braut, en ég þykist ekki vita þetta allt saman. Svarið gæti verið að heitt loft hafi setið ofan á köldu lofti sem hafi setið fast við jörðina þannig að mengun og skítafýla borgarinnar sat föst í einhvern tíma. Það var þá lyktin - mengun New York borgar, sem yfirleitt nær að stíga til himins, en ekki á mánudaginn.
9.1.07
Það er skítafýla af þessu
Nú er jólafríi mínu lokið. Búinn að fara til LA að heimsækja Jod og Lily, og svo Arizona til mömmu, pabba og Hildar. Lítið um að vera í vinnunni þessa dagana. Allsherjarþingi lokið og nú fara stóru fundirnir að taka við, þar sem rætt er um félagsmál, réttindi kvenna, sjálfbæra þróun o.s.frv. Loksins í maí kemur svo frumbyggjaráðið saman.
Það hefur ekki mikið breyst síðan ég skrifaði síðast. Ég er nú kominn með alvöru ljósmyndadellu, sem er bara gaman. Hér var ískyggilega heitt á laugardaginn. Það tala allir um þetta hérna að þetta sé enn eitt dæmið um gróðurhúsaáhrifin. Ekki veit ég hversu vísindalegt það er að staðfesta hitnun jarðar með vísan til eins dags, en þetta var engu að síður frekar óþægileg tilfinning. Það eru engar ýkjur að segja að á laugardaginn 6. janúar hafi verið stuttbuxnaveður í New York!
Hitt sem er rætt um þessa dagana er lyktin sem komst í heimsfréttirnar en enginn virðist enn vita hvað þetta var. Flestir lýstu þessari lykt sem nokkurs konar gaslykt. Málið er að það er engin lykt af gasi, heldur er lykt af methyl mercaptan sem er bætt út í gasið til að gera okkur kleift að verða vör um gasleka heima hjá okkur. Ég fann aldrei neina lykt, enda virðist Brooklyn hafa sloppið auk þess sem menn hafa aðallega verið að kvarta á vesturhluta Manhattan, en SÞ er við austursbakkann. Eitthvað hef ég heyrt um kenningar að fnykurinn eigi upptök sín í New Jersey en þar er heilmikið mýrlendi. Það kæmi mér ekki á óvart að hitinn undanfarið hafi haft einhver áhrif.
Það hefur ekki mikið breyst síðan ég skrifaði síðast. Ég er nú kominn með alvöru ljósmyndadellu, sem er bara gaman. Hér var ískyggilega heitt á laugardaginn. Það tala allir um þetta hérna að þetta sé enn eitt dæmið um gróðurhúsaáhrifin. Ekki veit ég hversu vísindalegt það er að staðfesta hitnun jarðar með vísan til eins dags, en þetta var engu að síður frekar óþægileg tilfinning. Það eru engar ýkjur að segja að á laugardaginn 6. janúar hafi verið stuttbuxnaveður í New York!
Hitt sem er rætt um þessa dagana er lyktin sem komst í heimsfréttirnar en enginn virðist enn vita hvað þetta var. Flestir lýstu þessari lykt sem nokkurs konar gaslykt. Málið er að það er engin lykt af gasi, heldur er lykt af methyl mercaptan sem er bætt út í gasið til að gera okkur kleift að verða vör um gasleka heima hjá okkur. Ég fann aldrei neina lykt, enda virðist Brooklyn hafa sloppið auk þess sem menn hafa aðallega verið að kvarta á vesturhluta Manhattan, en SÞ er við austursbakkann. Eitthvað hef ég heyrt um kenningar að fnykurinn eigi upptök sín í New Jersey en þar er heilmikið mýrlendi. Það kæmi mér ekki á óvart að hitinn undanfarið hafi haft einhver áhrif.
Subscribe to:
Posts (Atom)