
Reyndar er þessi plata soldið misjöfn, en þarna er uppáhalds lag mitt frá árinu, Santa Maria de la Feira, sem er sungin á spænsku. Devendra, sem fæddist í Venezuela og býr í San Francisco semur þessa dæmigerðu tónlist fyrir háskólastúdenta í tilvistarkreppu, sbr. Jeff Buckley, Elliot Smith eða Bob Dylan.

Sufjan segist ætla að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna (einhversstaðar las ég að Texas verði skilið út undan) og þetta er önnur platan í seríunni. Sú fyrsta var um heimahaga hans, Michigan. Afar róleg og falleg plata sem inniheldur fullt af sögum um staði, fólk og geimverur í Illinois. Ólíkt mörgum af þessu rólegheitar indie liði þá er Sufjan með húmor fyrir því sem hann er að gera.

Besta hljómsevit í heimi.

Ég hafði ekkert heyrt um þessa sveit áður en ég las um hana á pitchforkmedia. Fyrir mig er þetta ein af uppgötvunum ársins. Reyndar fór rödd söngvarans í taugarnar á mér og minnti mig soldið á Violent Femmes, en maður var fljótur að venjast röddinni. Svo eru lögin líka æðislega grípandi.

Besta plata ársins. Hvert einasta lag á plötunni er yndislegt, grípandi með fínum textum. Minnir kannski dálítið á Belle and Sebastian með kántrí-áhrifum.