
Nú þegar maður er umrkingdur ótrúlegustu húsum á hverjum degi hérna á Manhattan þá byrjar maður aðeins að vakna. Það er ekki bara það að maður skuli sjá og vera innan í sumum af frægustu byggingum heims á hverjum degi, heldur er þetta allt svo stórt - stórt hugsað og stórt byggt. En það eru ekki bara kapítalistarnir sem eru flottir. Hérna er vefsíða með hugmyndum sem voru í gangi í Sovétríkjunum. Ekki vantar upp á grand hugmyndir. Örugglega samt ekki jafn flott og nýja Hringbrautin, ha?
Ég er nú farinn í vikufrí. Kem aftur eftir viku með fullt af myndum af fjöllunum í Sierra Nevada.
1 comment:
Haha! Don't get me started á arkítektum Íslands. Ég frétti af heimildamynd á Discovery channel þar sem borgarskipulag var tekið fyrir, og Reykjavík tekin sem dæmi um algert klúður í þeim málum. Þeir fóru með myndavél um Breiðholt og bentu á að allt besta plássið við blokkirnar þar sem hefði verið eðlilegt að setja græn svæði, voru skipulögð fyrir bíla. Eins og borgin öll.
Pönk og djöfulgangur!
Post a Comment