Þó svo að útgáfan hennar Bonnie sé fín, þá nær hún bara ekki alveg jafn flottum töktum eins og þessir menn. Fínt atriði sem á vel heima í öllum betri ríkisreknum sjónvarpsstöðvum sem vilja höfða til unga fólksins.
30.7.05
80s lög batna með árunum
Þó svo að útgáfan hennar Bonnie sé fín, þá nær hún bara ekki alveg jafn flottum töktum eins og þessir menn. Fínt atriði sem á vel heima í öllum betri ríkisreknum sjónvarpsstöðvum sem vilja höfða til unga fólksins.
29.7.05
Arkítektúr í USSR og USA

Nú þegar maður er umrkingdur ótrúlegustu húsum á hverjum degi hérna á Manhattan þá byrjar maður aðeins að vakna. Það er ekki bara það að maður skuli sjá og vera innan í sumum af frægustu byggingum heims á hverjum degi, heldur er þetta allt svo stórt - stórt hugsað og stórt byggt. En það eru ekki bara kapítalistarnir sem eru flottir. Hérna er vefsíða með hugmyndum sem voru í gangi í Sovétríkjunum. Ekki vantar upp á grand hugmyndir. Örugglega samt ekki jafn flott og nýja Hringbrautin, ha?
Ég er nú farinn í vikufrí. Kem aftur eftir viku með fullt af myndum af fjöllunum í Sierra Nevada.
28.7.05
Hvar er Guð?

Ég rakst á þessa mynd í tímariti um daginn og fannst hún alveg frábær. Það sem gerir hana svo skemmtilega finnst mér að það er ekki bara verið að benda manni almennt á hvar Guð er að finna. Það er hann Irving sem er að því og hann virðist vera með þetta alveg á hreinu.
Það alveg merkilegt við Bandaríkin hversu mikilvæg trúarbrögð eru fólki hérna. Réttara sagt ætti maður eiginlega að segja að það er alveg hreint merkilegt hversu litlu máli trúarbrögð skipta fólki í vestur Evrópu. Annars ber ég fulla virðingu fyrir trúarbrögðum nágranna minna. Það sem ég á erfiðara með að skilja er hvernig strjórnmál hér snúast nær eingöngu um fóstureyðingar og réttindi samkynhneigðra. Deilur um stríð, skattalækkanir til hinna ríkustu niðurskurður velferðarkerfisins eða efnahagsmál almennt falla oft í skuggan á þessum tveimur málefnum. Afturhaldsöflunum hefur tekist alveg ótrulega vel upp með að skilgreina um hvaða málefni skuli rætt og hvað skiptir engu máli. Þannig skiptir eigin atvinnuleysi og fátækt Alabamabúa miklu minna máli heldur en að hommar skulu vilja giftast í Massachusets.
Annað mál, sem fær minni athygli enn sem komið er, eru þeir sem vilja að hætt verði að kenna þróunarkenningu Darwins. Enn sem komið er fara þeir aðallega fram á að ásamt þróunarkenningunni verði líka kennd creationsim, sem byggir eingöngu á biblíunni sem heimild um uppruna mannkyns og raunar allmennt um þróun alheimsins. Þeir eru að byggja safn í Ohio.
27.7.05
Enn eitt dæmi um illsku manna
Dánlódaði svo Google Earth forritið í dag. Það er hreint út sagt ótrúlegt að skoða þetta. Það er eiginlega einfaldast að lýsa þessu sem forriti sem líkir eftir gamaldags hnetti af jörðinni. Munurinn er sá að það er hægt að stækka upp kortið ótrúlega mikið á sumum stöðum. Vel þess virði að kíkja á.
Samhengi, vinna, sumarfrí og þríþraut

Núna þarf ég að drusla af mínum hluta af grein sem við erum að vinna hérna um innflytjendur. Minn hluti er lítill kafli um fólksflutninga og alþjóðavæðingu. Svo þarf ég að ganga frá leigu á bíl fyrir mömmu og pabba þegar þau koma í haust. Hér er fín skýrsla sem vinnufélagar mínir hérna skrfuðu í fyrra um innflytjendur. World Economic and Social Survey 2005
Mikið hlakka ég til þess að fara til King´s Canyon, en ætlunin er að ganga þar á fjöll í 6 daga. Vona að ég rekist á einhverja birni og svo væri æðislegt að sjá fjallaljón, en það er samt afar ólíklegt. Set myndir hingað inn á þetta þegar ég kem heim, sem verður á mánudaginn 8. ágúst. Við ætlum að ganga um Rae Lakes Loop sem er ca. 6 daga ganga. Þetta fólk hérna fór þessa göngu fyrir nokkrum árum og eru með fínar myndir.
Hér er svo mynd af Catherine, en hún tók þátt um daginn í New York þríþrautinni og stóð sig eins og hetja. Hún endaði í 26 sæti af 166 keppendum í hennar aldursflokki.
Héðan í frá fer ég að skrifa reglulega inn hérna.
Subscribe to:
Posts (Atom)